Listauppbrot í FAS

17.nóv.2022

Í dag kom til okkar Margrét H. Blöndal myndlistarkennari og listamaður. Hún er hingað komin til að vera með námskeið í listsköpun fyrir nemendur í grunnskólanum en það fékkst styrkur úr Barnamenningarsjóði til að kosta ferð hennar hingað. Að auki á Margrét verk á sýningunni – Tilraun æðarrækt – sjálfbært samfélag sem er í Svavarssafni og kemur hún að tveimur verkum á sýningunni. Annars vegar á hún hljóðverk í Gömlubúð og hins vegar er hægt að sjá myndir í sundlauginni á Höfn sem börn í Landakotsskóla gerðu undir hennar handleiðslu.

Margét byrjaði á því að segja frá bakgrunni sínum og hvað gerði hana að þeim listamanni sem hún er í dag. Hún er mest að mála og gera skúlptúra og sækir efnivið víða, jafnvel í eitthvað sem öðrum finnst drasl. Henni finnst best að vinna ein við listsköpun sína. Hún sagði okkur líka frá því að henni hefði boðist að sýna á Listasafni Íslands. Hún fékk leyfi til að breyta sýningarrýminu til að það myndi henta hennar hugmyndum sem best en hún vinnur gjarnan með innsetningu þar sem rýmið er hluti af sýningunni og verkin ná að tala hvert við annað.

Nemendum var gefinn kostur á að spyrja og nokkrir nýttu sér það. Meðal annars var spurt hvenær listamaður viti að verk hans er tilbúið og hvernig hægt sé að komast í Listaháskólann.

Við þökkum Margréti kærlega fyrir komuna og að miðla af reynslu sinni.

 

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...